10. bekkur heimsækir FAS

07.mar.2023

Í gær komu nemendur úr 10. bekk í heimsókn til okkar í FAS. Þegar hópurinn mætti var þeim boðið í morgunmat með nemendum og kennurum skólans. Í framhaldi af því var kynning á skólanum, námsframboði og félagslífinu. Við vonum að kynningin hafi verið gagnleg og fróðleg, einnig að gestirnir séu einhverju nær um það hvað tekur við að loknum grunnskóla. Á meðfylgjandi mynd má sjá ummæli núverandi nemenda um það hvers vegna FAS ætti að verða fyrir valinu að loknum grunnskóla.

Í dag verður fundur með foreldrum 10. bekkinga. Þar fá foreldrar sams konar kynningu á skólanum og nemendur fengu. Jafnframt fá þeir tækifæri til að spyrja nánar um skólann. Við vonumst til að sjá sem flesta í dag.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...